Flug milli Íslands og Indlands
Samkomulag hefur náðst við indversk stjórnvöld um loftferðasamning milli Íslands og Indlands. Bókun um samninginn var undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag að viðstöddum dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseta Indlands, og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra. Kom þetta fram í fréttum Bylgjunnar.
Samkvæmt samningnum verður íslenskum flugfélögum heimilt að fljúga allt að 14 ferðir í viku milli landanna með tengingu við annað flug. Einnig er um að ræða heimild til að stunda fraktflug eftir þörfum, svo og víðtæk heimild til að fljúga með ferðamannahópa í svonefndum pakkaferðum.
Í fréttatilkynningu segir að þetta sé einn hagkvæmasti loftferðasamningur sem gerður hafi verið af Íslands hálfu.
VF-mynd úr safni