Flug milli Akureyrar og Keflavíkur
Í sumar býður Flugfélag Íslands í fyrsta sinn upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkur og milli Keflavíkur og Nuuk á Grænlandi.
Haldið var upp á tíu ára afmæli Flugfélags Íslands á laugardag en það varð til með sameiningu innanlandsdeildar Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Farþegar félagsins voru rúmlega 370 þúsund í fyrra. Á þeim tíu árum sem flugfélagið hefur starfað hafa yfir þrjár milljónir farþega flogið með félaginu.
Ljósmynd: Hilmar Bragi