Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flug Icelandair með eðlilegum hætti
Fimmtudagur 7. júlí 2005 kl. 12:09

Flug Icelandair með eðlilegum hætti

Engar tafir hafa orðið á flugi til og frá London í dag. Næsta flug Icelandair frá Heathrowflugvelli er um klukkan 13 og verður að öllu óbreyttu flogið með farþega út til London um klukkan 16. 

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Víkurfréttir að Heathrowflugvöllurinn sé enn opinn fyrir umferð. Engar tafir hafa orðið að völdum sprenginganna í miðbæ London.

Heathrow express lestin gengur enn og er ekki vitað annað en að allir farþegar hafi skilað sér.  „Þó er ljóst að erfitt verði fyrir farþega að komast til og frá flugvellinum. Munu forsvarsmenn Icelandair fylgjast vel með þróun mála,“ sagði Guðjón

Starfsfólk Icelandair í London er með skrifstofur í Tottenham Cort Road, skammt frá einni af sprengingunum. Guðjón sagði að haft hefði verið samband við þá alla og engan hefði sakað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024