Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flug frá Keflavík raskast vegna roks
Laugardagur 25. september 2004 kl. 10:48

Flug frá Keflavík raskast vegna roks

Tafir urðu á ferðum flugvéla Icelandair og Iceland Express frá landinu í morgun vegna hvassviðris á Keflavíkurflugvelli. Að sögn starfsmanns í Leifstöð gekk á með sterkum vindkviðum en um tíma mældist vindurinn 68 hnútar. Talsvert hefur lægt þegar líða tók á morguninn.
Allt að tveggja tíma seinkun varð á brottför flugvéla til Evrópu. Útilokað er að þjónusta flugvélar nái vindur 50 hnútum. Þá mega langangar ekki vera uppi að flugvélum í svo miklum vindi sem var í nótt og morgun og heldur reyndist ekki unnt að opna lestar þeirra.
Myndin er frá afgreiðslu flugvélar Icelandair nú í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024