Flug enn úr skorðum
Enn er nokkur seinkun er á millilandaflugi frá Keflavík vegna seinkunar á flugi sem varð á í óveðrinu áföstudag.Vélar Flugleiða frá Bandaríkjunum í morgun komu inn um tveimur klukkustundum seinna en áætlun gerir ráð fyrir og þýðir það seinkun á ferðum til Evrópu í dag. Flug ætti að komast í réttar skorður frá og með morgundeginum.