Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flúðu íslenska veðrið til Dallas - og eru á kafi í snjó (myndir)
Mánudagur 15. febrúar 2010 kl. 08:47

Flúðu íslenska veðrið til Dallas - og eru á kafi í snjó (myndir)

Þegar Íslendingar flytja til Bandaríkjanna og kjósa að setjast að í Dallas í Texas, þá er gert ráð fyrir því að þar sé alltaf sumar, á íslenska vísu að minnsta kosti. Suðurnesjafólkið Gyða Kolbrún Unnarsdóttir og Hlynur Jóhannsson settust að í Dallas ásamt börnunum Sunnevu og Jóhanni, m.a. til að flýja íslenska veðráttu, en einnig til að mennta sig. Þau fengu endurmenntun í sjókallagerð í gær, því það er allt á bólakafi í snjó í Dallas og ekki snjóað þar svona mikið síðan mælingar hófust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snjódýptin mældist í gær 31 sentimetri í Dallas og hitastigið fór niður í -7°C sem er mun lægra en venjulega á þessum árstíma. Skólum var lokað á fimmtudag og föstudag í síðustu viku og nánast ekkert líf á götum borgarinnar, segir Gyða Kolbrún við Víkurfréttir. Gyða Kolbrún stundar nám í Dallas.

Hún segir veðrið í Dallas minna mjög á harðan vetur á Íslandi. Það sé engu líkara en fjölskyldan hafi flutt með sér veturinn út, því jólin voru hvít og það hefur ekki gerst í Dallas í heil 60 ár.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þau Jóhann Örn, 11 ára, og Sunneva Rún, 6 ára, á myndum sem við fengum sendar í nótt.


Með sama áframhaldi og kulda verður ekki langt í að fjölskyldan breyti sundlauginni í skautasvell!


Vantar bara jólaseríurnar, þá erum við komin með jólakortamynd frá... Dallas!

Þessi myndarlegu snjókarlahjón urðu til á "grasflötinni" við heimilið.

Svona mikill snjór hefur ekki sést á Suðurnesjum í langan tíma og hvað þá í Dallas í Texas!

Sunneva og Jóhann við myndarlega snjókarla í Dallas í gær. Myndir: Gyða Kolbrún Unnarsdóttir.