Flóttafólk frá Úkraínu þakkar fyrir sig
Næstkomandi miðvikudag verður vináttudagur Úkraínu/Íslands haldinn að Blikabraut 2 í Reykjanesbæ. Þar mun úkraínskt flóttafólk sem er hér á svæðinu halda smá viðburð og tónleika til að sýna okkur þeirra menningu og þakka Íslendingum fyrir góðvild sína.
Sjálfboðaliðar eru búnir að útvega á hoppukastala og unnið er í að útvega veitingar.
Þetta er opinn viðburður en nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Vina Úkraínu á Suðurnesjum.