Flotinn málaður í Njarðvík
Það hefur verið nóg að gera hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í verkfalli sjómanna.Þar nota menn sjómannaverkfall til að snyrta til fiskiskipaflotann. Meðfylgjandi mynd er af starfsmönnum málningardeildar Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem voru að mála Melavík SF 34 frá Höfn í Hornafirði.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur sjósetti eitt skip í dag, Kristinn Lárusson GK 500 sem gerður verður út frá Sandgerði og næg verkefni eru framundan í viðhaldi skipa hjá stöðinni.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Skipasmíðastöð Njarðvíkur sjósetti eitt skip í dag, Kristinn Lárusson GK 500 sem gerður verður út frá Sandgerði og næg verkefni eru framundan í viðhaldi skipa hjá stöðinni.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson