Flotbelgjum sökkt að Guðrúnu Gísladóttur KE
Tekist hefur að koma fyrir lofttönkum við Guðrúnu Gísladóttur KE, sem liggur á hafsbotni við Noreg. Að sögn Ásgeirs Loga Ásgeirssonar, sem stjórnar aðgerðum á vettvangi, var í gær unnið að því að koma fyrir flotbelgjaeiningum við skipið.Ásgeir segir verkinu miða ágætlega þó ákjósanlegra væri að það gengi hraðar. Hann sagði veður hafa verið skaplegt að undanförnu og ekki hamlað verkinu. Þegar öllum lofttönkum og flotbelgjum hefur verið sökkt og komið fyrir við skipið verður það rétt á kjölinn. Síðan á að hleypa lofti á tankana og lyfta skipinu upp á yfirborðið.
Að sögn Ásgeirs starfa nú ríflega 20 manns við björgun Guðrúnar Gísladóttur. Ekki er um áhlaupaverk að ræða því skipið, sem er 72 metra langt og 2.400 tonn á þyngd, liggur á um 40 metra dýpi.
Samkvæmt samkomulagi við stjórnvöld í Noregi hafa eigendurnir frest fram í maí til að koma skipinu upp fyrir hafsflötinn.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu/Vísi.is í morgun.
Að sögn Ásgeirs starfa nú ríflega 20 manns við björgun Guðrúnar Gísladóttur. Ekki er um áhlaupaverk að ræða því skipið, sem er 72 metra langt og 2.400 tonn á þyngd, liggur á um 40 metra dýpi.
Samkvæmt samkomulagi við stjórnvöld í Noregi hafa eigendurnir frest fram í maí til að koma skipinu upp fyrir hafsflötinn.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu/Vísi.is í morgun.