Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flösku og dósagámar við allar grenndarstöðvar Kölku
Miðvikudagur 2. mars 2022 kl. 09:12

Flösku og dósagámar við allar grenndarstöðvar Kölku

Heiðabúar í samstarfi við Kölku og Græna skáta hafa komið upp flösku og dósagámum við allar grenndarstöðvar Kölku á Suðurnesjum. Samstarf þetta nær til þess að Grænir skátar koma með sína flösku og dósagáma þar sem fólk getur skilað af sér skilagjaldskyldum umbúðum og um leið styrkt skátastarf Heiðabúa. 

Heiðabúar fá stóran hluta af skilagjaldinu en Grænir skátar sjá um að fylgjast með gámunum og flokka og telja umbúðirnar. Grænir skátar reka rúmlega 35 manna vinnustað þar sem allir starfsmenn þess eru með skerta starfsgetu. Grænir skátar leggja mikinn metnað í að stuðla að atvinnumöguleikum fólks með skerta starfsgetu, eins rennur allur hagnaður félagsins beint í æskulýðsstarf skáta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flösku og dósagámarnir eru vandaðir þýskir gámar þar sem í hverjum gám eru skynjarar til að auðvelda eftirlit með gámunum. „Þannig getum við fylgst vel með öllum gámunum, hvað kemur í þá og hvenær þarf að losa. Það er mikilvægt að fólk geti notað þá þegar það vill losa sig við flöskur og dósir og þessi tækni hjálpar okkur mikið við það eftirlit,“ segir Torfi Jóhannsson verkefnastjóri Græna skátar.

Grænir skátar hafa verið með svona grenndargámaþjónustu í Reykjavík í yfir 20 ár og núna síðustu 4 ára fyrir austan fjall líka frá Selfossi og austur að Reykholti.

Heiðabúar er eitt elsta skátafélag landsins en það var stofnað árið 1937 og hefur verið starfrækt allar götur síðan. Í dag heldur skátafélagið úti æskulýðstarfi fyrir ungmenni á Suðurnesjum á aldrinum 7-25 ára. Einnig hefur verið starfrækt kofabyggð undanfarin ár.