Flokksval Samfylkingar að hefjast
Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefst á miðnætti á fimmtudag. Kosning hefst á miðnætti fimmtudaginn 15. nóvember í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Um 3500 eru á kjörskrá, flokksmenn og stuðningsmenn sem höfðu skráð sig 9. nóvember. Kosningu lýkur kl. 18.00 laugardaginn 17. nóvember.
Um netkosningu er að ræða. Farið er inn á vefsíðu flokksins, xs.is, og „Flokksval 2012“ valið.
Hægt er að kjósa í hvaða nettengdu tölvu sem er. Þeir sem hafa ekki aðgang að nettengdri tölvu eða eru ekki með aðgang að heimabanka geta kosið á fjórum kjörstöðum í Suðurkjördæmi föstudag 16. nóvember og laugardag 17. nóvember kl. 13.00-17.00:
Reykjanesbær:
Salur Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14
Selfoss:
Samfylkingarsalurinn, Eyravegi 15
Vestmannaeyjar:
Alþýðuhúsið við Skólaveg
Höfn í Hornafirði:
Víkurbraut 4, 2. hæð
Í framboði eru þau Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti, Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi Höfn, í 2.-4. sæti, Bergvin Oddsson, háskólanemi Reykjavík, í 3. sæti, Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Árborg, í 1. sæti, Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi Vestmannaeyjum, í 2.-3. sæti, Hannes Friðriksson, vinnueftirlitsmaður Reykjanesbæ, í 3. sæti, Kristín Erna Arnarsdóttir, verkefnisstjóri og háskólanemi Reykjavík, í 3.-4. sæti, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Garði, í 1. sæti, Ólafur Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Sandgerði, í 2.-3. sæti og Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti.
Niðurstaða flokksvalsins er bindandi í 4 efstu sæti listans og paralistaaðferð verður beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja.
Nánari upplýsingar má finna á xs.is.