Flóði afstýrt á Njarðargötu
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja, björgunarsveitarfólk úr Reykjanesbæ og bæjarstarfsmenn afstýrðu flóði inn í fasteignir á Njarðargötu í Keflavík fyrr í kvöld með því að moka frá niðurföllum.
Talsverður vatnselgur var í götunni þar sem þykkur klaki var yfir niðurföllum. Í leysingum í kvöld safnaðist fyrir mikið vatn í götunni sem var við það að fara að flæða inn í hús við götuna þegar tókst að opna niðurföll og koma vatninu í réttan farveg.