Flóabandalagið: Yfirgnæfandi samstaða um áherslu á lægstu laun
Í nýútkominni Gallupkönnun fæst enn ein staðfestingin á samstöðu meðal félagsmanna innan Flóabandalagsins, sem eru Efling stéttarfélag, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði, um að leggja sérstaka áherslu á hækkun samningsbundinna launa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fer fram á launahækkanir umfram almennar hækkanir er að fá kjör sín bætt. Þá hafa laun kvenna hækkað meira en karla frá Gallup könnun 2002. 72% félagsmanna sem hafa óskað eftir launahækkunum umfram samningsbundin laun hafa fengið launahækkanir í kjölfarið og helmingi færri konur en karlar fóru fram á umframlaunahækkanir.
Megin niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi (tölur fyrir aftan vísa í blaðsíðutal í könnuninni):
· 90% félagsmanna vilja leggja áherslu á hækkun lægstu launa. 84% eru sama sinnis þó slíkt gæti þýtt minni hækkun almennra launa. (20,22).
· Konur eru ívið afgerandi í afstöðu sinni um að hækka lægstu launin sérstaklega. (21, 23)
· 91% félagsmanna telja það skipta miklu máli að jafna réttindastöðu fólks á almennum markaði til jafns við þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. (32)
· Yngsti og elsti aldurshópur er viðkvæmastur gagnvart atvinnuleysi og leggur mikla áherslu á atvinnuöryggi. (39)
· Þeir sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi leggja mun meiri áherslu á atvinnuöryggi en þeir sem hafa meiri menntun. (39)
· 82% félagsmanna eru sammála því að fræðsla og námskeið skili betri kjörum og 70% félagsmanna telja að starf þeirra krefjist símenntunar. (50, 52)
· Atvinnurekendur eru enn jákvæðari gagnvart símenntun starfsmanna en fram kom í Gallup könnun 2002 (54)
· 48% telja að fjárhagsstaða þeirra sé betri nú en fyrir 3 árum, ívið fleiri en í Gallup könnun 2002. (57).
· Langflestir félagsmenn telja launaþróun í landinu vera meginástæða fyrir betri fjárhagsstöðu sinni nú (61).
· 75% kvenna sem fóru fram á launahækkanir umfram umsamin laun sl. 12 mánuði, fengu kjarabreytingu í kjölfarið og 70% karla (65)
· Fáar konur fóru fram á launahækkanir umfram almennar samningsbundnar hækkanir eða einungis 17% (65)
· 10% karla eru í föstu hlutastarfi og 31% kvenna. (75)
· Laun kvenna hafa hækkað meira en karla frá Gallup könnun 2002. Hlutfall kvenna sem eru með yfir 131.000 kr. í heildarlaun hefur hækkað úr 30% í 54% (84)
· Um helmingur karla er sáttur við laun sín og 37% kvenna (87)
· 17% félagsmanna býr í leiguhúsnæði og eru 38% þeirra með börn á framfæri.(95)
Um könnunina
Efling - stéttarfélag ásamt Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis fékk Gallup til að gera skoðanakönnun meðal félagsmanna og var úrtakið 1200 félagsmenn. Um er að ræða sambærilega hópa innan félaganna þriggja og því litið svo á að niðurstöðurnar endurspegli öll félögin saman og hvert um sig á sama hátt.
Lögð var sértök áhersla á ýmsa kjaratengda þætti ásamt því að spyrja út í þjónustu við félagsmenn.
Megin niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi (tölur fyrir aftan vísa í blaðsíðutal í könnuninni):
· 90% félagsmanna vilja leggja áherslu á hækkun lægstu launa. 84% eru sama sinnis þó slíkt gæti þýtt minni hækkun almennra launa. (20,22).
· Konur eru ívið afgerandi í afstöðu sinni um að hækka lægstu launin sérstaklega. (21, 23)
· 91% félagsmanna telja það skipta miklu máli að jafna réttindastöðu fólks á almennum markaði til jafns við þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. (32)
· Yngsti og elsti aldurshópur er viðkvæmastur gagnvart atvinnuleysi og leggur mikla áherslu á atvinnuöryggi. (39)
· Þeir sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi leggja mun meiri áherslu á atvinnuöryggi en þeir sem hafa meiri menntun. (39)
· 82% félagsmanna eru sammála því að fræðsla og námskeið skili betri kjörum og 70% félagsmanna telja að starf þeirra krefjist símenntunar. (50, 52)
· Atvinnurekendur eru enn jákvæðari gagnvart símenntun starfsmanna en fram kom í Gallup könnun 2002 (54)
· 48% telja að fjárhagsstaða þeirra sé betri nú en fyrir 3 árum, ívið fleiri en í Gallup könnun 2002. (57).
· Langflestir félagsmenn telja launaþróun í landinu vera meginástæða fyrir betri fjárhagsstöðu sinni nú (61).
· 75% kvenna sem fóru fram á launahækkanir umfram umsamin laun sl. 12 mánuði, fengu kjarabreytingu í kjölfarið og 70% karla (65)
· Fáar konur fóru fram á launahækkanir umfram almennar samningsbundnar hækkanir eða einungis 17% (65)
· 10% karla eru í föstu hlutastarfi og 31% kvenna. (75)
· Laun kvenna hafa hækkað meira en karla frá Gallup könnun 2002. Hlutfall kvenna sem eru með yfir 131.000 kr. í heildarlaun hefur hækkað úr 30% í 54% (84)
· Um helmingur karla er sáttur við laun sín og 37% kvenna (87)
· 17% félagsmanna býr í leiguhúsnæði og eru 38% þeirra með börn á framfæri.(95)
Um könnunina
Efling - stéttarfélag ásamt Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis fékk Gallup til að gera skoðanakönnun meðal félagsmanna og var úrtakið 1200 félagsmenn. Um er að ræða sambærilega hópa innan félaganna þriggja og því litið svo á að niðurstöðurnar endurspegli öll félögin saman og hvert um sig á sama hátt.
Lögð var sértök áhersla á ýmsa kjaratengda þætti ásamt því að spyrja út í þjónustu við félagsmenn.