Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fljúgandi virkið í Keflavík á morgun
Þriðjudagur 15. júlí 2008 kl. 12:59

Fljúgandi virkið í Keflavík á morgun

Fljúgandi virkið, Liberty Belle, mun lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. Búist er við vélinni upp úr hádegi. B-17 sprengjuflugvélin er talin frægasta sprengjuflugvél síðari heimsstyrjaldarinnar.


Fljúgandi virkið hefur verið í sýningarflugi um Bretlandseyjar síðustu daga. Samkvæmt frétt á Visir.is er vélin nú í Coventry en er væntanleg til Keflavíkurflugvallar um kl. 13:00 á morgun. Það ræðst þó af veðri. Vélin var síðast á ferð hér á landi um mánaðarmótin síðustu. Þá lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli. Ástæða þess að hún kemur nú til Keflavíkurflugvallar er að í Keflavík er í boði lægra eldsneytisverð og afsláttur af afgreiðslugjöldum. Þá eru einnig lengri flugbrautir í Keflavík.


Liberty Belle verður í Keflavík yfir nótt en heldur síðan vestur um haf snemma á fimmtudagsmorguninn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024