Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fljúgandi í Bláa lónið
Sunnudagur 27. október 2013 kl. 13:45

Fljúgandi í Bláa lónið

Það færist í vöxt að gestir komi fljúgandi í Bláa lónið. Þessi þyrla kom með gesti í lónið í gær á fyrsta vetrardegi og nokkuð reglulega má sjá þyrlur á bílastæðinu við Bláa lónið.

Það hefur einnig aukist mjög á síðustu misserum að ferðamenn fari í flugferð með þyrlu um Reykjanesskagann til að skoða þær náttúruperlur sem hér er að finna. Þessar ferðir um skagann hafa einmitt oft viðkomu í Bláa lóninu, stærsta ferðamannastað á Íslandi.

VF-mynd: Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024