Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fljúga milli Keflavíkur og Akureyrar
Flugvél Flugfélags Íslands á Keflavíkurflugvelli á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 4. október 2016 kl. 13:00

Fljúga milli Keflavíkur og Akureyrar

Flug­fé­lag Íslands hef­ur beint inn­an­lands­flug milli Kefla­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar á næsta ári í tengsl­um við milli­landa­flug í Kefla­vík. Flogið verður all­an árs­ins hring milli Kefla­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar, en auk þess hagræðis sem þetta hef­ur í för með sér fyr­ir íbúa á Norður­landi sem vilja nýta sér milli­landa­flug, er gert ráð fyr­ir að þetta verði til þess að fjölga enn frek­ar ferðamönn­um á lands­byggðinni. Fyrsta flug milli Kefla­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar verður þann 24. fe­brú­ar 2017, segir í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands.

Flogið verður sex sinn­um í viku milli Ak­ur­eyr­ar og Kefla­vík­ur yfir vetr­ar­tím­ann og þris­var sinn­um í viku yfir sum­ar­tím­ann. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að á þessu stigi verður þetta flug ein­göngu í boði fyr­ir farþega sem eru á leið í eða úr milli­landa­flugi í Kefla­vík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjón­ustu ferðast alla leið frá Ak­ur­eyri til end­an­legs áfangastaðar í Evr­ópu eða Norður Am­er­íku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024