Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleiri umferðarlagabrot, færri hegningarlaga- og fíkniefnabrot
Laugardagur 17. nóvember 2007 kl. 10:35

Fleiri umferðarlagabrot, færri hegningarlaga- og fíkniefnabrot

Fíkniefnabrotum sem koma til kasta Suðurnesjalögreglu fækkar verulega á milli ára í október mánuði. Þau voru sjö nú í ár en nítján í fyrra. Umferðarlagabrotum fjölgar úr 323 í 359 á milli ára en voru 287 í október 2005. Hegningarlagabrotum fækkar hins vegar úr 92 í 82. Þau eru þó fleiri en í október 2005 þegar þau voru 71. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkislögreglustjóra.
Athygli vekur í skýrslunni að á Snæfellsnesi fjölgaði umferðarlagabrotum úr 17 í 1231, sem rekja má til tveggja stafrænna myndavéla sem settar voru upp í umdæminu. Slíkar vélar er verið að setja upp á Suðurnesjum og víðar um land enda eru þær fljótar að borga sig eins og sést á Snæfellsnesi.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024