Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. maí 2001 kl. 09:20

Fleiri tilfelli lungnakrabbameins í konum hér en annarsstaðar

Nýgengi lungnakrabbameins í konum á Suðurnesjum er hlutfallslega meira en annarsstaðar á landinu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur, alþingismanns.
Ekki er hægt að greina marktækan mun á nýgengi annarra krabbameina í konum en hjá körlum var alls enginn munur á nýgengi krabbameins á Suðurnesjum og landinu öllu. Nýgengi lungnakrabbameins var nokkru hærra á Suðurnesjum samanborið við landið allt. Munurinn var þó ekki marktækur nema þegar síðustu 9 ár er skoðuð saman. Á síðustu árum hefur tilfellum lungnakrabbameins hinsvegar fækkað meira á Suðurnesjum en á landinu öllu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024