Fleiri samingar um eignir í sérbýli á Reykjanesi
- Hlutfallslega flestar í búðir í útleigu í Reykjanesbæ
Næst mestu viðskipti í heildarveltu þinglýstra fasteignaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins í marsmánuði voru á Reykjanesi. Fasteignaviðskiptin numu 9.560 milljónum íslenskra króna samkvæmt Þjóðskrá á öllu landinu en heildarveltan á Reykjanesi nam 2.170 milljónum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Á Reykjanesi voru gerðir tveimur færri samningar en á Suðurlandi og voru 51 af 67 samingum um eignir í Reykjanesbæ og þar af 29 eignir í fjölbýli. Gerðir voru 19 samningar um sérbýli og á heildina litið voru fleiri samningar um eignir í sérbýli eða 32 á móti 31 í fjölbýli. Þá er Reykjanesbær á meðal stærstu sveitarfélaga landsins sem er með hlutfallslega flestar íbúðir í útleigu.