Fleiri sækja um skólavist í FS
Ráðningar kennara ganga vel hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, skólameistara. Þrír kennarar láta af störfum næsta haust og þrír eru að fara í barnsburðarleyfi og snúa því aftur til starfa. Eins og síðustu ár hefur gengið erfiðlega að fá raungreinakennara til starfa en að sögn skólameistara er bjart framundan í þeim málum. Fleiri nemendur hafa sótt um nám í skólanum en á síðasta ári.
Rafiðnir vinsælar
Umsóknum um skólavist hefur fjölgað síðan á síðusta ári en 730 hafa nú sótt um skólavist í dagsskóla næsta haust. Þar af eru 182 nýnemar, stærsti hluti þeirra sem sækja um stúdentsnám fer á náttúrufræðibraut eða 42%. Rafiðnir hafa verið vinsælastar, enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum í tré- og málmiðngreinar og vélstjórn. Í haust býður FS í fyrsta skipti upp á tölvubraut sem er þrískipt og fyrri hluta upplýsinga- og fjölmiðlabrautar sem er undirbúningur fyrir ýmis svið margmiðlunar og prentiðnar.
Jöfn skipting milli sveitarfélaga
Að sögn Ólafs Jóns eru skipting nemenda milli sveitarfélaga svipuð og á síðustu árum en 95% þeirra sem fara í framhaldsnám af Suðurnesjum úr árgangi fara í FS, 5% fara í nám í annað. Flestir sem fara í nám utan Suðurnesja hafa sótt nám sem ekki er boðið upp á í FS en einhverjir nemendur sækja jafnframt í gömlu bekkjaskólana. Stór hópur þeirra sem hefja nám í þeim skólum færa sig hinsvegar í FS eftir eina til tvær annir. „Við höfum reynt eftir mætti að taka við þessum krökkum og meta það nám sem þau eru búin með - en bekkjarkerfið hefur verið á undanhaldi og aðeins örfáir skólar eftir í því
kerfi“, segir Ólafur Jón.
Færri nemendur í framhaldsnámi en í Reykjavík
Hlutfall nemenda á Suðurnesjum fer hækkandi en er frekar lágt miðað við Reykjavík og nágrenni. „ Ný inntökuskilyrði hafa vissulega haft áhrif á val nemenda. Áhrifa þessarra breytinga á þó eftir að verða meiri eftir því sem á líður og áhrifanna fer að gæta í vali nemenda í síðustu bekkjum grunnskóla. Þetta leiðir einnig til þess að foreldrar sem og nemendur grunnskóla þurfa á meiri ráðgjöf að halda en áður og hún þarf að vera fyrr“, segir Ólafur Jón og bætir við að fyrirhugað sé að efla kynningu á framhaldsnámi í grunnskólum svæðisins í samráði við skólana.
Ný viðbygging -fullkomnari aðstaða
Þröngt hefur verið um skólastarf síðustu árin og hefur Menntamálaráðuneytið hefur nú samþykkt stækkun skólans og gætu framkvæmdir hafist næsta haust. Samhliða því verður ferið í gagngerar endurbætur og breytingar á eldri hluta skólans. Í nýju viðbyggingunni er lögð áhersla á bætta vinnuaðstöðu nemenda og kennara. Þar verður t.a.m. ein fullkomnasta aðstaða til raungreinakennslu á landinu.
Rafiðnir vinsælar
Umsóknum um skólavist hefur fjölgað síðan á síðusta ári en 730 hafa nú sótt um skólavist í dagsskóla næsta haust. Þar af eru 182 nýnemar, stærsti hluti þeirra sem sækja um stúdentsnám fer á náttúrufræðibraut eða 42%. Rafiðnir hafa verið vinsælastar, enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum í tré- og málmiðngreinar og vélstjórn. Í haust býður FS í fyrsta skipti upp á tölvubraut sem er þrískipt og fyrri hluta upplýsinga- og fjölmiðlabrautar sem er undirbúningur fyrir ýmis svið margmiðlunar og prentiðnar.
Jöfn skipting milli sveitarfélaga
Að sögn Ólafs Jóns eru skipting nemenda milli sveitarfélaga svipuð og á síðustu árum en 95% þeirra sem fara í framhaldsnám af Suðurnesjum úr árgangi fara í FS, 5% fara í nám í annað. Flestir sem fara í nám utan Suðurnesja hafa sótt nám sem ekki er boðið upp á í FS en einhverjir nemendur sækja jafnframt í gömlu bekkjaskólana. Stór hópur þeirra sem hefja nám í þeim skólum færa sig hinsvegar í FS eftir eina til tvær annir. „Við höfum reynt eftir mætti að taka við þessum krökkum og meta það nám sem þau eru búin með - en bekkjarkerfið hefur verið á undanhaldi og aðeins örfáir skólar eftir í því
kerfi“, segir Ólafur Jón.
Færri nemendur í framhaldsnámi en í Reykjavík
Hlutfall nemenda á Suðurnesjum fer hækkandi en er frekar lágt miðað við Reykjavík og nágrenni. „ Ný inntökuskilyrði hafa vissulega haft áhrif á val nemenda. Áhrifa þessarra breytinga á þó eftir að verða meiri eftir því sem á líður og áhrifanna fer að gæta í vali nemenda í síðustu bekkjum grunnskóla. Þetta leiðir einnig til þess að foreldrar sem og nemendur grunnskóla þurfa á meiri ráðgjöf að halda en áður og hún þarf að vera fyrr“, segir Ólafur Jón og bætir við að fyrirhugað sé að efla kynningu á framhaldsnámi í grunnskólum svæðisins í samráði við skólana.
Ný viðbygging -fullkomnari aðstaða
Þröngt hefur verið um skólastarf síðustu árin og hefur Menntamálaráðuneytið hefur nú samþykkt stækkun skólans og gætu framkvæmdir hafist næsta haust. Samhliða því verður ferið í gagngerar endurbætur og breytingar á eldri hluta skólans. Í nýju viðbyggingunni er lögð áhersla á bætta vinnuaðstöðu nemenda og kennara. Þar verður t.a.m. ein fullkomnasta aðstaða til raungreinakennslu á landinu.