Fleiri líkamsárásir en alvarlegum brotum fækkar
				Líkamsárásarmálum í umdæmi Lögreglunar á Suðurnesjum fjölgaði aðeins milli ára en 82 mál komu til rannsóknar árið 2011 í stað 69 mála árið 2010.
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Líkamsárásarmálum í umdæmi Lögreglunar á Suðurnesjum fjölgaði aðeins milli ára en 82 mál komu til rannsóknar árið 2011 í stað 69 mála árið 2010. Það jákvæða við þróun líkamsárásarmála undanfarin tvö ár er að alvarlegri málum fækkar hlutfallslega, en frá þessu er greint í nýrri ársskýrslu Lögreglunar á Suðurnesjum.
	 Áhersla hefur verið lögð á að hraða rannsóknum líkamsárásarmála enda málaflokkurinn í hópi
	forgangsmála samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara. Verulegur árangur hefur náðst í því efni segir ennfremur í skýrslunni.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				