Fleiri gossprungur opnast rétt við Grindavík
Ný gossprunga opnaðist rétt við bæinn um kl. 12.20 og talið er að hraun muni renna inn í bæinn. Mínútum síðar opnaðist önnur minni sprunga, skammt frá.
Nokkru síðar kom skýring á seinni sprungunni sem reyndist vera rör sem kviknað hafði í.
Bærinn er mikið hættusvæði að sögn sérfræðinga.
Myndirnar eru teknar með nokkurra mínútna millibili af myndavél RÚV á Þorbirni.