Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 11:44

Fleiri gestir í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar

Gestum íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar fjölgaði um tæp 5% á síðasta ári og voru þeir rúmlega 464.000 talsins. Árið áður voru þeir  441.582 talsins.
Gestafjöldi í sundlaugar var 170.870 og er hann svipaður og árið áður en þá voru gestir 169.425 talsins. Gestum í íþróttamannvirki fjölgaði um 7,17% og voru þeir 293.192 2003 en 272.157 2002.

Gestafjöldi í sundlaugar:
Sundmiðstöðin 101.761 (2002: 100.513 )
Sundlaug Njarðvíkur 26.009 (2002: 27.993)
Sundlaug Heiðarskóla 23.036 (2002: 22.063)
Sundhöllin 20.064 (2002: 18.856)

Gestafjöldi í íþróttamannvirki
Íþróttáhús Keflavíkur 111.797 (2002: 99.983)
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur 44.202 (2002: 45.629)
Íþróttasalur Heiðarskóla 47.360 (2002: 48.510)
Íþróttasalur Myllubakkaskóli 20.812 (2002: 18.663)
Reykjaneshöllin 69.021 (2002: 59.372)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024