Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleiri fá fjárhagsaðstoð
Fimmtudagur 5. júlí 2018 kl. 09:18

Fleiri fá fjárhagsaðstoð

Fleiri fjölskyldur og einstaklingar fá fjárhagsaðstoð hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar nú en á sama tíma í fyrra. Í maí 2018 voru greiddar rétt rúmar tíu milljónir króna til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 84.
 
Árið 2017 voru í sama mánuði greiddar tæpar 8,5 milljónir króna til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 74. Milli apríl og maí 2018 voru 14 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 16 nýjar umsóknir samþykktar á móti. Fjöldi afgreiðslna voru 132 og fjöldi synjana var ellefu.

Í maí 2018 voru greiddar tæplega 2,1 milljón króna í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 156.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024