Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleiri en áður kjósa utan kjörfundar
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 09:51

Fleiri en áður kjósa utan kjörfundar

Kjörsókn vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er mjög góð, og hefur verið nokkur erill á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík vegna þessa, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, sýslumannsfulltrúa. Nú þegar hafa 787 kjósendur greitt atkvæði en til samanburðar má geta þess að alls greiddu 748 atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Að sögn Ásgeirs hefur reynslan sýnt að flestir koma síðasta daginn fyrir kjördag, og megi gera ráð fyrir að vel á annað hundrað manns komi í dag til að greiða atkvæði. Af þessu má ljóst vera að talsvert fleiri en áður kjósa utan kjörfundar. Hægt er að kjósa á skrifsstofu Sýslumannsins í Keflavík að Vatnsnesvegi 33 og hjá Sigurði Ágússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, á lögreglustöðinni í Grindavík. Opið verður til kl. 18 í dag og í hádeginu vegna kosninganna. Rétt er að minna á að kjósendur verða að sýna skilríki til að fá að greiða atkvæði.


Mynd: Kjósendur fylla út fylgigögn á Sýslumannsskrifstofunni í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024