Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleira fólk í bænum en í fyrra
Laugardagur 4. september 2004 kl. 17:43

Fleira fólk í bænum en í fyrra

Mikill fjöldi fólks hefur sótt Ljósanótt í Reykjanesbæ í dag. Steinþór Jónsson formaður Ljósanæturnefndar sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri fleira fólk í bænum nú en í fyrra. „Það er fólk út um allan bæ á sýningum og þetta fólk safnast síðan saman hér á bakkanum í kvöld þegar kvöldskemmtunin verður haldin.“
Veðrið hefur verið gott það sem af er degi og hafa ungir sem aldnir spókað sig á Hafnargötunni og víðar.

Myndin: Trúðar á vegum Leikfélags Keflavíkur á Hafnargötunni í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024