Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FLE og Þroskahjálp á Suðurnesjum í samstarf
Föstudagur 3. ágúst 2007 kl. 10:07

FLE og Þroskahjálp á Suðurnesjum í samstarf

Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. og Þroskahjálp á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um tilraunaverkefni til þriggja mánaða sem felur í sér að skjólstæðingar Þroskahjálpar annast smölun á handfarangurskerrum í flugstöðinni í samstarfi við Fríhöfnina ehf.

 

Með samkomulagi þessu vill Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. auðvelda skjólstæðingum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þátttöku á vinnumarkaði og um leið möguleika á að kynna sér starfsumhverfi flugstöðvarinnar sem er stærsti vinnustaður á Suðurnesjum.

 

Mynd: Stefán Jónsson FLE,  og Halldór Leví Björnsson, formaður Þroskahjálpar undirrita samninginn.

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024