Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FLE: Litlar tafir vegna nýrra reglna um handfarangur
Mánudagur 6. nóvember 2006 kl. 12:59

FLE: Litlar tafir vegna nýrra reglna um handfarangur

Öryggisleit á Keflavíkurflugvelli gekk ágætlega í morgun á fyrsta degi eftir að nýjar reglur um handfarangur tóku gildi og lítið var um tafir. NFS hefur eftir lögreglunni á Keflavíkurflugvelli að gengið hafi "furðanlega vel". Var fólk greinilega búið að kynna sér nýju reglurnar og höfðu alla vökva eða gel í poka og ekki í stærri ílátum en 100 ml.

Hins vegar var enn nokkuð um tafir vegna óveðursins í gær og býst lögreglan við að það ástand geti enst út vikuna.

Upplýsingar um nýjar öryggisreglur sem gilda framvegis er að finna á heimasíðu Leifsstöðvar.

Heimild: www.visir.is

 

VF-mynd/Þorgils: Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024