FLE: Bráðabirgðalandgangur opnaður í dag
Ferðavanir farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar munu skynja enn frekari breytingar frá og með deginum í dag þegar lokað verður opi núverandi landgangs í brottfararsalnum og bráðabirgðalandgangur opnaður þar til hliðar.
Starfsmenn Ístaks unnu um helgina við að ljúka tengingu þessa nýja „rana“ utan dyra, lagfæra innan dyra eins og nauðsynlegt var og negla svo endanlega fyrir opið sem farþegar hafa gengið út og inn um allt frá því flugstöðin var tekin í notkun vorið 1987. Því næst taka þeir til við að rífa niður landganginn á um 40 metra kafla næst flugstöðinni til að rýma fyrir viðbyggingunni.
Til bráðabirgða verður gengið út í flugvélarnar í horni brottfararsalarins í opi aðkomu farþega úr vopnaleitinni á jarðhæð, en sú aðkoma er einnig til bráðabirgða.
Af heimasíðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Starfsmenn Ístaks unnu um helgina við að ljúka tengingu þessa nýja „rana“ utan dyra, lagfæra innan dyra eins og nauðsynlegt var og negla svo endanlega fyrir opið sem farþegar hafa gengið út og inn um allt frá því flugstöðin var tekin í notkun vorið 1987. Því næst taka þeir til við að rífa niður landganginn á um 40 metra kafla næst flugstöðinni til að rýma fyrir viðbyggingunni.
Til bráðabirgða verður gengið út í flugvélarnar í horni brottfararsalarins í opi aðkomu farþega úr vopnaleitinni á jarðhæð, en sú aðkoma er einnig til bráðabirgða.
Af heimasíðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar