Flassari hrellir fólk í Keflavík
Svokallaður flassari hefur verið að hrella ungar stúlkur í Keflavík. Tvær ungar stúlkur tilkynntu um mann sem sýnt hafði á sér kynfærin á horni Vesturgötu og Heiðarbrautar á föstudagskvöldið fyrir rúmri viku. Tilkynnt var til lögreglunnar um mann í svörtum leðurfrakka og með húfu á höfði sem hafði flett sig klæðum fyrir framan stúlkurnar.Þrátt fyrir leit í hverfinu hafði lögreglan ekki hendur í hári dónans en fleiri tilkynningar hafa ekki borist um viðlíka háttarlag frá því á föstudag í fyrri viku. Vert er að hvetja fólk til að tilkynna um slíka háttsemi, enda óttast börn slíka menn.