Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flaggað fyrir Jodie Foster?
Bandaríski fáninn blaktir í skrúðgarðinum í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 29. nóvember 2022 kl. 17:08

Flaggað fyrir Jodie Foster?

Það hefur mikið umstang verið í Reykjanesbæ síðustu daga en nú standa yfir tökur á fjórðu þáttaröð True Detective, sem HBO framleiðir og skartar m.a. stórstjörnunni Jodie Foster. Hafnargatan í Keflavík er hluti af leikmynd þáttanna sem eiga að gerast í ímyndaða bænum Ennis í Alaska.

Í dag, þriðjudag, var bandaríska fánanum flaggað í skrúðgarðinum í Keflavík en bandarískir fánar blakta víða og eru hluti af leikmyndinni. Aldrei áður hefur öðrum þjóðfána en þeim íslenska verið flaggað í fánastönginni í skrúðgarðinum.

Nánar er fjallað um tökurnar í Víkurfréttum sem koma út á morgun, miðvikudag. Rafræn útgáfa blaðsins verður aðgengileg á vf.is á þriðjudagskvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024