Flæðir upp úr niðurföllum í Grófinni
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur verið að störfum í Grófinni í Keflavík nú síðdegis þegar flæða fór upp úr niðurföllum í fyrirtækjum í gömlu Dráttarbraut Keflavíkur. Þar eru m.a. kertagerðin Jöklaljós og SBK.
Fengin var öflug haugsuga á staðinn og náði hún að dæla upp miklu að leysingavatni sem hafði safnast fyrir á staðnum.
Inni í kertagerðinni Jöklaljósum var allt á floti þegar að var komið en nú er verið að ljúka við að dæla vatni af gólfum í fyrirtækinu. Einnig þarf að dæla vatni út úr aðstöðu SBK.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi