Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Flæddi upp á Seljabót á háflóði í gær - stórstreymi síðdegis
Sjór flæddi upp á Kvíabryggju og á veginn Seljabót sem liggur um hafnarsvæðið í Grindavík. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 21. ágúst 2024 kl. 11:40

Flæddi upp á Seljabót á háflóði í gær - stórstreymi síðdegis

Það mátti litlu muna að allar bryggjur í Grindavík væru á kafi á síðdegisflóðinu í gær. Sjór flæddi upp á Kvíabryggju og á götuna Seljabót og þakka má fyrir að það var stillt veður og sléttur sjór.

Stórstreymt er í dag og sjávarhæð því með mesta móti á síðdegisflóðinu. Stórstreymt er kl. 19:37 í kvöld (miðað við Reykjavík).

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Í Grindavík er hæsta sjávarstaða 28 mínútum áður þannig að kl. 19:09 verður háflóð. Samkvæmt mælingum sem birtar eru á fyrir Grindavíkurhöfn var sjávarstaða í 4,33 metrum kl. 18:40 í gær og um 20 sentimetrrum lægri á morgunflóðinu í dag kl. 07:10.

Í kvöld má svo búast við því að flóðhæð verði 20 sentimetrum hærri en á flóðinu í gærkvöldi.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug dróna yfir Grindavíkurhöfn í gær. Einnig var tekið flug við Rásina og Vatnsstæðið. Myndirnar má sjá hér að neðan.

Neðst á síðunni eru svo myndasafn úr drónafluginu frá því í gær.

Sjávarflóð og tjarnir við Grindavík 20. ágúst 2024

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25