Fjúkandi borð og fiskikar
Lausamunir á fljúgandi ferð í óveðrinu í gær.
Lausamunir voru mikið á ferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í óveðrinu í gær. Til dæmis var kallað eftir aðstoð þar sem borð hafði fokið upp á þak byggingar og stöðvast þar. Þá var tilkynnt um fjúkandi járnplötur og sorptunnur, auk þess sem stórt fiskikar staðnæmdist á miðri Hafnargötunni. Einnig þurfti að koma ýmsum lausamunum í skjól, svo sem tréhurðum, timbri og trampolíni. Höfðu björgunarsveitarmenn í nógu að snúast meðan óveðrið gekk yfir.