Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjörugur fundur í bæjarstjórn Grindavíkur
Fimmtudagur 31. júlí 2008 kl. 13:55

Fjörugur fundur í bæjarstjórn Grindavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mánudaginn 28. júlí 2008, kl. 12:00, kom bæjarstjórn Grindavíkur saman til aukafundar í fundarsal að Víkurbraut 62.
Á fundinum var kosið í bæjarráð og voru Petrína Baldursdóttir, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og Sigmar Eðvarðsson kjörin.
Fulltrúar D- lista bókuðu eftirfarandi:
„Enn hækkar kostnaður bæjarbúa vegna bæjarstjóraskiptanna.
Nú er boðað til annars aukafundar í bæjarstjórn svo hægt sé að gera annan mann á lista framsóknar að bæjarráðsfulltrúa. Vegna kunnáttuleysis var það ekki gert á síðasta aukabæjarstjórnarfundi þann 14. júlí síðastliðnum.
Sú valdníðsla sem viðhöfð hefur verið af nýjum meirihluta að minnihlutaflokkunum er ekki gefinn kostur á að setja inn erindi fyrir bæjarstjórnarfund áður en dagskrá er send út er einsdæmi.“
Fimm mínútur síðar var gert hlé á fundi í 9 mínútur.
Þegar fundur hófst að nýju var komin bókun frá meirihluta B-og S-lista.
„Meirihluti B- og S-lista mótmælir harðlega bókun D-lista sem er mjög villandi.
Oddvita D-lista var kunnugt um bæjarstjórnarfund frá miðvikudegi 23. júlí þar sem ákvörðun um hann var tekinn á fundi bæjarráðs þann dag.
Aðrar ávirðingar í bókun D-listamanna eru ekki svaraverðar að okkar mati.
Meirihluti B- og S-lista.“
Þá var aftur gert hlé á fundi í 3 mínútur.
Fundurinn hélt svo áfram þar sem D-listamenn bókuðu aftur:„Á síðasta fundi bæjarráðs voru 3 dagsetningar í umræðunni og engin ákvörðun tekin um nákvæma tímasetningu.“
Svaraði meirihlutinn með enn einni bókun sem hljómaði; „Á bæjarráðsfundi 23. júlí var gengið frá því að bæjarstjórnarfundur yrði mánudaginn 28. júlí.“
Siðasta bókunin var ósk D-lista á að meirihluti vísaði á bókun máli sínu til staðfestingar.

Loks var komið að kosningu um forseta-og varaforseta bæjarstjórnar.
Tillaga var flutt um Garðar Pál Vignisson sem forseta,, Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur sem 1. varaforseta og Petrínu Baldursdóttur sem 2. varaforseta.
Tillagana var samþykkt með 4 atkvæðum, Björn, Guðmundur og Sigmar sátu hjá.
Fundi var slitið eftir 30 mínútur.
Það er ljóst að mikið fjör er á bæjarstjórnafundum í Grindavík.