Fjórtán útskrifast af verk- og raunvísindadeild
– Háskólabrúar Keilis
Fjórtán nemendur brautskráðust af verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú, föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn.
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar Keilis fluttu ávörp.
Dúx var Þórir Sævar Kristinsson með einkunnina 9,09 og hlaut hann viðurkenningu frá HS Orku. Ræðu útskriftarnema flutti Berglind Sigurþórsdóttir.
Eftir útkskriftina hafa samanlagt 1.892 nemendur útskrifast frá Keili frá stofnun skólans, þar af 1.129 af Háskólabrú.
Skólasetning Háskólabrúar verður 25. ágúst næstkomandi. Að jafnaði stunda um tvö hundruð einstaklingar aðfaranám í Keili, bæði í staðnámi og fjarnámi, auk þess sem boðið hefur upp á námið á Akureyri í samstarfi við SÍMEY undanfarin þrjú ár. Enn er hægt að sækja um nám í Háskólabrú Keilis á haustönn 2014. Nánari upplýsingar á www.haskolabru.is
Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson