Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Fjórtán ökumenn kærðir
Laugardagur 30. ágúst 2014 kl. 09:09

Fjórtán ökumenn kærðir

Tveir ökumenn stungu af eftir að hafa valdið tjóni á bifreiðum

Lögreglan á Suðurnesjum kærði fjórtán ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni. Þar af voru sjö erlendir ferðamenn. Sá sem hraðast ók mældist á 138 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir önnur brot á umferðarlögum, svo sem að virða ekki stöðvunarskyldu og tala í síma án handfrjálss búnaðar.

Tveir stungu af

Tveir ökumenn stungu af eftir að hafa valdið tjóni á bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Annar ökumannanna ók á miðjum Garðvegi og lenti bifreið hans á annarri bifreið. Hann ók af vettvangi, en lögregla hafði upp á honum skömmu síðar og játaði hann brotið. Hann hafði öðlast ökuréttindi fyrr í þessum mánuði. Þá var ekið á kyrrstæða og mannlausa bifreið á starfsmannastæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ökumaðurinn sem þar var að verki lét sig einnig hverfa af vettvangi. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem ekið var á.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024