Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórtán boðaðir í skoðun í gær og í nótt
Fimmtudagur 26. janúar 2006 kl. 09:53

Fjórtán boðaðir í skoðun í gær og í nótt

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þrír á Reykjanesbraut, einn á Grindavíkurvegi og einn á Sandgerðisvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 119 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.

Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar og einn fyrir að nota ekki öryggisbelti.

Eigendur fjórtán bifreiða voru boðaðir til skoðunar með bifreiðar sínar. Lögreglumenn boðuðu bifreiðar til skoðunar þar sem eigendum/forráðamönnum þeirra er veittur frestur í 7 daga til að færa þær til skoðunar.

Þá voru tekin skráningarnúmer af þremur bifreiðum þar sem ábyrgðartrygging þeirra er fallin úr gildi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024