Fjórir undir áhrifum
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fjóra ökumenn vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra var réttindalaus og annar framvísaði fíkniefnum sem hann hafði í vörslum sínum. Í þriðja tilvikinu reyndist farþegi vera með fíkniefni í vörslum sínum og framvísaði hann þeim. Ökumennirnir voru allir færðir á lögreglustöð þar sem sýnatökur fóru fram og teknar voru skýrslur.