Fjórir óku réttindalausir
Fjórir ökumenn, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í sérstöku umferðarátaki um helgina reyndust vera réttindalausir. Þeir höfðu ekki endurnýjað ökuskírteini sín. Tíu ökumenn til viðbótar virtu ekki bið- og stöðvunarskyldu, einn ók án öryggisbeltis og annar var með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiðar sinnar.
Þá voru fjórir ökumenn til viðbótar kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 102 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.