Fjórir óku án réttinda
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina fjóra ökumenn sem allir óku eftir að hafa áður verið sviptir ökuréttindum. Tveir þeirra hafa ítrekað verið stöðvaðir vegna sama brots og er annar þeirra sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi.
Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Allir óku þeir eftir Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 140 kílómetra hraða. Loks gerði lögregla athugasemdir við ljósabúnað tveggja bifreiða.