Fjórir í haldi lögreglu vegna ráns í Sandgerði
Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið fjóra aðila í tengslum við rán í verslun SamkaupaStrax í Sandgerði í vikunni. Aðilarnir fórir voru handteknir í gærkvöldi, föstudagskvöld, og eru enn í haldi lögreglunnar. Málið telst upplýst.
Mynd: Frá vettvangi ránsins í Sandgerði í vikunni. Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú upplýst málið. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson