Fjórir í bifreið sem hafnaði á ljósastaur á Reykjanesbraut
Bifreið með fjórum innanborðs hafnaði utan vegar vestan við Kúagerði á Reykjanesbraut um klukkan 5:30 í morgun. Engin slys urðu á fólki, en allir voru í bílbeltum. Bifreiðin, sem kom frá Reykjavík, var ekið á ljósastaur og hafnaði hún svo út í móa, að sögn lögreglu í Reykjanesbæ.Talið er að ökumaður hafi sofnað undir stýri.