Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls
Þriðjudagur 20. febrúar 2007 kl. 09:23

Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls

Fjórir aðilar voru handteknir í nótt, grunaðir um vörslu og neyslu fíkniefna. Einn ungur karlmaður og þrjár ungar konur, voru handtekin í heimahúsi í Reykjanesbæ þar sem hald var lagt á lítilræði af ætluðum fíkniefnum og neysluáhöldum. Þau voru látin laus eftir skýrslutökur

 

Þá voru  átta ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í embætti lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt og í gærkvöldi. Þar af voru tveir ökumenn kærðir fyrir að aka á 132 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024