FJÓRIR GISTU HÓTEL LÖGREGLUSTÖÐ
Fjórir aðilar „nýttu“ sér gistiaðstöðu lögreglunnar í Keflavík um síðustu helgi vegna ölvunar og óláta þar af tvö ungmenni fædd 1983 sem þó eru orðnir svo kunnugir laganna vörðum að þeir eru ekki lengur nefndir eftir feðrum sínum heldur viðurnöfnum eins og tíðkaðist gjarna í smábæjum úti á landi á öldinni áður.