Fjórir á slysadeild eftir árekstur á Brautinni
Fjórir slösuðust í árekstri á Reykjanesbraut um kl. 18.30 í gærkvöldi. Þrír voru fluttir til aðhlynningar á Landspítalann Háskólasjúkrahús og einn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en ekki var um alvarleg meiðsl að ræða.
Slysið gerðist með þeim hætti að ekið var utan í kyrrstæðan bíl á leið austur tvöfalda Reykjanesbraut. Ökumaður þeirrar bifreiðar stóð utan við bíl sinn þegar atvikið átti sér stað og fékk bílinn á sig.
Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var Brautin lokuð í um klukkutíma og beint um Vatnsleysuströnd á meðan.
VF-Mynd/Þorgils