Þriðjudagur 11. júlí 2006 kl. 09:22
Fjórir á of miklum hraða
Fjórir ökumenn voru í gær stöðvaðir af lögreglunni fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók var á 123 km hraða en hámarkshraði á Brautinni er 90 km.
Að öðru leyti hefur verið rólegt að gera og tíðindalaust hjá lögreglunni í Keflavík.