Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjórir á nagladekkjum
Föstudagur 25. maí 2012 kl. 11:29

Fjórir á nagladekkjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni fjóra ökumenn sem allir óku á bílum með negldum dekkjum. Þetta er dýrt spaug því akstur á nagladekkjum er bannaður á þessum árstíma og sekt fyrir hvert slíkt dekk nemur fimm þúsund krónum.

Þá stöðvaði lögregla akstur tveggja bifreiða sem báðar voru með litaðar filmur í fremri framrúðum. Slíkur búnaður er óheimill samkvæmt umferðarlögum og nemur sekt við því fimm þúsund krónum. Að auki er viðkomandi bifreiðareiganda gert að færa bíl sinn til skoðunar til að hægt sé að ganga úr skugga um að lituðu filmurnar hafi verið fjarlægðar. Þessi óheimili aukabúnaður getur því kostað á annan tug þúsunda króna þegar allt er talið.