Fjórir á hraðferð fram hjá vegaframkvæmdum
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun. Þeir voru báðir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Þá var ökumaður í Reykjensbæ kærður fyrir að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi.
Fjórir ökumenn voru kærðir í morgun fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni, þar sem vegaframkvæmdirnar við Grindavíkurveg eru. Hámarkshraðinn þar er 50 km/klst og sá er hraðast ók mældist á 91 km/klst.
VF-mynd/elg: Horft fyrir framkvæmdasvæðið á mótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hámarkshraði þarna er 50 km.