Fimmtudagur 12. maí 2005 kl. 09:36
Fjórir á hraðferð
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gær. Sá sem hraðast ók var á 120 km hraða á klukkustund, en löglegur hámarkshraði er 90 eins og allir vita.
Þá var lögregla kölluð út á Garðskagaveg þar sem þeir linuðu þjáningar særðrar veiðibjöllu sem lá við veginn.